Neglunag og sérhæfð þjónusta.
Hæ,
Smá lína í dag...ég hef stundum nagað neglur og þetta er nú frekar leiður ávani og bara hreint út sagt vondur siður. Ég hef þó reynt svona að fara fínt með það. Ítalir sem naga neglur eru bara ekkert að fela það. Ég hef séð ansi oft núna síðustu daga Ítali nagandi neglur eins og óðir væru og skammast sín greinilega ekkert fyrir það. Kannski þetta sé eitthvað sem þeir eru stoltir af.
Í gær fór ég í mat til Björgvins og co. Fékk þar alveg ljómandi máltíð. Kræklingar soðnir í hvítvíni með pastalengjum. Hrikalega var þetta gott og hvítvínið var sko ekki sparað í þetta. mmmmmmmmm!!!!! Svo spjölluðum við vel og lengi og ég rölti heim á leið...og kemur þá að hinu efni í titlinum: Sérhæfð þjónusta.
Á heimleiðinni þurfti ég að fara yfir breiðgötu sem kallast Cristofo Columbo...hvorki fleirri né færri en 5 akreinar í hvora átt og maður þarf að vera nokkuð snöggur yfir. Nema hvað við þessa götu standa venjulega stúlkur léttklæddar mjög og veita ákveðna og tja satt að segja sérhæfða þjónustu. Ég rölti þarna í gegn og reyndi að láta ekki glepjast af markaðstali og útstillingum. Merkilegt fyrirbæri. Þarna rétt hjá er smá garður með eitthvað af trjám og mér varð litið inn í skóginn. Þarna sáust skuggamyndir sem satt að segja maður sér ekki á hverjum degi. Þarna voru sem sagt kúnnarnir teymdir og fengu tilheyrandi þjónustu.
Já, maður hefur séð ýmislegt um ævina.
Ég ákvað að herða gönguna og koma mér heim. En sem sagt ef þið eruð á leið til Rómar og vantar svona þjónustu þá get ég sagt ykkur hvar hana er að finna. Mæli þó sjálfur með heimavinnunni ef í harðbakka slær.
Lifið heil og áframhaldandi gleðilegan hvíldardag.
Arnar Thor
Smá lína í dag...ég hef stundum nagað neglur og þetta er nú frekar leiður ávani og bara hreint út sagt vondur siður. Ég hef þó reynt svona að fara fínt með það. Ítalir sem naga neglur eru bara ekkert að fela það. Ég hef séð ansi oft núna síðustu daga Ítali nagandi neglur eins og óðir væru og skammast sín greinilega ekkert fyrir það. Kannski þetta sé eitthvað sem þeir eru stoltir af.
Í gær fór ég í mat til Björgvins og co. Fékk þar alveg ljómandi máltíð. Kræklingar soðnir í hvítvíni með pastalengjum. Hrikalega var þetta gott og hvítvínið var sko ekki sparað í þetta. mmmmmmmmm!!!!! Svo spjölluðum við vel og lengi og ég rölti heim á leið...og kemur þá að hinu efni í titlinum: Sérhæfð þjónusta.
Á heimleiðinni þurfti ég að fara yfir breiðgötu sem kallast Cristofo Columbo...hvorki fleirri né færri en 5 akreinar í hvora átt og maður þarf að vera nokkuð snöggur yfir. Nema hvað við þessa götu standa venjulega stúlkur léttklæddar mjög og veita ákveðna og tja satt að segja sérhæfða þjónustu. Ég rölti þarna í gegn og reyndi að láta ekki glepjast af markaðstali og útstillingum. Merkilegt fyrirbæri. Þarna rétt hjá er smá garður með eitthvað af trjám og mér varð litið inn í skóginn. Þarna sáust skuggamyndir sem satt að segja maður sér ekki á hverjum degi. Þarna voru sem sagt kúnnarnir teymdir og fengu tilheyrandi þjónustu.
Já, maður hefur séð ýmislegt um ævina.
Ég ákvað að herða gönguna og koma mér heim. En sem sagt ef þið eruð á leið til Rómar og vantar svona þjónustu þá get ég sagt ykkur hvar hana er að finna. Mæli þó sjálfur með heimavinnunni ef í harðbakka slær.
Lifið heil og áframhaldandi gleðilegan hvíldardag.
Arnar Thor
Ummæli